Sjálfsmatstæki fyrir ráðgjafa í raunfærnimati

Sjálfsmatstæki fyrir ráðgjafa sem koma að mati á raunfærni (RFM)

Þetta er persónulegur sjálfsmatsreikningur þinn. Þú getur prentað niðurstöður þínar, þar á meðal þróunaráætlunina sem þú hefur gert að loknu sjálfsmati. Þú getur snúið aftur að matinu síðar, breytt því eða endurtekið matið. Allt fyrra mat er vistað á þínum síðum, þar sem þú getur auðveldlega smellt á nýjustu útgáfuna og breytt svörum þínum.

Notkun: sjálfsmat samkvæmt dæmigerðum ferlum fyrir ráðgjafa í raunfærnimati. Verkfærið er í tveimur hlutum. Í fyrsta hlutanum leggur þú mat á þekkingu þína á raunfærni (fræðilegri) og í síðari hlutanum ertu að leggja mat á grundvallarfærni þína í starfi (praktískari). Ef einhver spurninganna á ekki við um það kerfi raunfærnimats sem gildir á þínu svæði, getur þú valið „Á ekki við“ sem hefur ekki áhrif á heildarniðurstöður þínar..

Fyrir hvern: Raunfærnimatsráðgjafa sem koma að mati á raunfærni.

Niðurstöður: Upplýsingar á myndrænu formi um styrkleika þína og þörf fyrir þróun ásamt þróunar-áætlun sem þú getur hannað að eigin óskum í hlutanum með opnum spurningum eftir hvern flokk.

Verkfærið er þróað á grundvelli útgáfu NVL: NVL publication Nordic Competence Profiles of Validation Practitioners and Competence Development.

*Ráðgjafi í þessu samhengi á við alla sem veita ráðgjöf og leiðsögn við framkvæmd raunfærnimats