Matstæki fyrir ferli og gæði í raunfærnimati

Þetta matstæki lýsir átta veigamiklum þáttum í raunfærnimatsferlinu.

Hver þessara þátta felur í sér viðmið sem styðjast má við þegar raunfærnimatsferlar eru metnir sem og gæðaferlar eða gæðakerfi því tengdu. Eftir hvern þátt er hægt að sérsníða eigin aðgerðaáætlun varðandi hvernig megi bæta og þróa raunfærnimat í því samhengi sem þú starfar í.

NB! Ef það eru mörg raunfærnimatskerfi í þínu landi (þ.e. á mismunandi námsstigum) er mælt með að þú takir mið af einu raunfærnimatskerfi þegar þú svarar spurningunum. Ef þú ætlar að meta öll kerfin, notaðu þá opnu spurningarnar til að skýra betur mismunandi leiðir við framkvæmd eða mismunandi stefnumörkun í þínu landi.

Markmið: Gæðatrygging og þróun gæðatryggingarþátta í mismunandi hlutum raunfærnimats

Fyrir hvern: Fólk sem ber ábyrgð á gæðum; framkvæmdastjórar; verkefnastjórar fyrir þá sem sinna raunfærnimati.

Niðurstöður: Upplýsingar um styrkleika raunfærnimatsferlanna sem þú kemur að og umbótaþarfir, ásamt aðgerðaáætlun fyrir gæðaþróun í raunfærnimati.

Þetta tæki er byggt á Gæðalíkani fyrir raunfærnimat á Norðurlöndunum sem gefið var út af NVL (Quality Model for Validation in the Nordic Countries).