Net NVL um raunfærnimat hefur lagt þekkingu til grundvallar matsins og sjálfsmatsverkfæranna.
Í netinu eru fulltrúar lykilstofnana sem koma að þróun stefnu og framkvæmd raunfærnimats á Norðurlöndunum og Grænlandi, Færeyjum og Álandseyjum. Netið hefur starfað síðan 2005 þegar Norræna ráðherranefndin beindi sjónum að viðurkenningu og mati á fyrra námi og setti raunfærnimat (RFM) í forgang í norrænu samstarfi um fullorðinsfræðslu.
NVL ákvað að notendavænt viðmót ætlað þeim sem koma að raunfærnimati, og þeim sem bjóða upp á raunfærnimat sem og stefnumótendur yrði til mikilla hagsbóta fyrir allt svið raunfærnimats á Norðurlöndunum, í Evrópu og víðar. Net NVL um raunfærnimat hefur áður þróað verkfæri og leiðbeiningar, sem hafa öll verið á PDF formi og í aðskildum skjölum. Frekari þróun á verkfærunum ásamt notendavænu viðmóti leiddu til mótunar Norræna gæðavitans, sem er notendum að kostnaðarlausu og eykur gæði raunfærnimatsferla og starfshátta.
Stefna og starfshættir á Norðurlöndunum eru í samræmi við evrópskar leiðbeiningar mat á formlausu og óformlegu námi svo og tilmælum ráðherraráðsins um mat á formlausu og óformlegu námi. Á Norðurlöndum vísar hugtakið raunfærnimat (RFM) til þess að bera kennsl á, skrásetja, meta, viðurkenna og staðfesta námsárangur einstaklings í öllum samhengi, þar með talið formlegt, óformlegt og formlaust nám.
Fræðiheitin/hugtökin sem notuð eru í þessu ferli er mismunandi milli aðila og landa. Önnur algeng hugtök fyrir þetta ferli eru staðfesting á formlausu og óformlegu námi, viðurkenning á fyrra námi, mat og viðurkenning á fyrri námi, viðurkenning, staðfesting og faggilding óformlegs og formlauss náms. Þrátt fyrir fjölda hugtaka hafa ferlarnir sameiginlegt markmið: að gera nám sýnilegt.