Matstæki fyrir stefnumótun og starfshætti raunfærnimats nær til sjö flokka og fjölda undirflokka með vísum.
Með því að leggja mat á raunfærnimatskerfi samkvæmt vísunum muntu geta fengið heildarmynd af styrkleikum og veikleikum kerfisins. Ef einhver spurning á ekki við geturðu valið svarið „Á ekki við“. Mælt er með að framkvæma þannig mat á tveggja ára fresti til þess að hægt sé að átta sig á þróun.
ATH! Ef um fleiri kerfi er að ræða í landinu (t.d. í ólíkum menntageirum) er mælt með að svarið byggi á einu kerfi. Óskir þú að meta öll kerfin, notfærðu þér þá vinsamlegast opnu spurninguna til þess að útlista nánari lýsingu á ólíkum starfsháttum eða stefnum í landinu.
Verkfærið veitir þér tækifæri til þess að gera þróunaráætlun fyrir frekari úrbætur á raunfærnimatskerfinu.
Markmið: Mat (skammtíma), vöktun (langtíma) á raunfærnimatskerfinu og samanburður við önnur raunfærnimatskerfi.
Fyrir hverja: Einstaklinga sem koma að þróun raunfærnimatskerfa og stefnumótun (s.s. menntayfirvöldum eða stefnumótendum) eða þeim sem standa að samanburði kerfa (ýmist á milli geira eða jafnvel landa).
Niðurstöður: Upplýsingar um raunfærnimatskerfið á myndrænu formi, styrkleika og svið sem þarfnast frekari þróunar. Þróunaráætlun (samkvæmt svörum þínum við opunum spurningum sem eru innbyggðar í verkfærinu).
Þetta verkfæri byggir á skýrslu NVL Validation and the Value of Competences – Roadmap 2018.